Aukið fjármagn vantar til að kenna útlendingum íslensku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 12:15 Útlendingar búsettir á Íslandi hafi margir hverjir mikinn áhuga á að læra íslensku en það komast ekki allir á slík námskeið því það vantar fjármagn frá ríkinu til að halda kennslunni úti. Hér er mynd frá námskeiði í Þorlákshöfn. Sigþrúður Harðardóttir Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira