Fótbolti

Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um langt árabil.
Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um langt árabil. mynd/@kristianstadsdff

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag þegar lið Elísabetar Gunnarsdóttur, Kristianstad, sótti stórlið Rosengard heim en leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengard en Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru hvorugar í leikmannahópi Kristianstad.

Leiknum lauk með 1-2 sigri Kristianstad.

Fleiri íslenskar knattspyrnukonur voru í eldlínunni í Svíþjóð í dag en Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Uppsala sem tapaði 3-0 fyrir toppliði Gautaborgar.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn þegar Djurgarden beið lægri hlut fyrir Örebro, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×