Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 19:01 Niðurstöður rannsóknar vísindastofnunar Ástralíu gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað á símaskjám og fleiri flötum í allt að 28 daga. Getty Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30
Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31
Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12