Erlent

Allir íbúar níu milljóna manna borgar fara í skimun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hið risavaxna verkefni á að taka aðeins fimm daga.
Hið risavaxna verkefni á að taka aðeins fimm daga. Getty/Hu Yaojie

Yfirvöld í kínversku borginni Qingdao ætla að prófa hvern einasta borgarbúa fyrir kórónuveirunni á næstu fimm dögum, en í Qingdao búa níu milljónir manna.

Þetta var ákveðið eftir að nokkrir tugir sýkinga uppgötvuðust á sjúkrahúsi í borginni sem hefur haft kórónuveirusjúklinga í meðferð en um er að ræða fólk sem smitast hefur í útlöndum og verið flutt til Qingdao.

Nú óttast menn að veiran hafi náð að dreifa sér um borgina og því á að fara í allsherjarskimun. Í maímánuði var svipuð aðgerð framkvæmt í Wuhan, þar sem ellefu milljónir búa og upphaf faraldursins er rakið til. Kínverjar hafa að mestu náð tökum á faraldrinum að því er virðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×