Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2020 11:00 Virgil van Dijk hefur fengið talsvert mikla gagnrýni í upphafi tímabilsins. getty/Peter Powell Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Tottenham og fleiri liða, óttast að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, sé orðinn aðeins of ánægður með sjálfan sig. Van Dijk hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils, sérstaklega í leiknum gegn Aston Villa um þarsíðustu helgi sem Liverpool tapaði stórt, 7-2. Campbell segir að Van Dijk hafi kannski ekki fengið nógu erfið verkefni og hafi því orðið full kærulaus. „Hann hefur allt sem varnarmaður þarf að hafa og þetta virðist svo auðvelt fyrir hann. Kannski hefur hann ekki fengið nógu stórar áskoranir, verið prófaður nógu mikið,“ sagði Campbell við The Athletic. „Ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að framherjar geri þér erfitt fyrir slakarðu aðeins á. Það er mannlegt. Kannski á þetta við um Liverpool-liðið í heild sinni. En ég er viss um að Jürgen Klopp kemur þeim aftur á beinu brautina.“ Campbell ýjar að því að Van Dijk hefði ekki staðið jafn mikið upp úr þegar fleiri góðir miðverðir voru í ensku úrvalsdeildinni og hann gerir nú. „Það hefði verið áhugavert að sjá hvort hann hefði staðið jafn mikið upp úr hefði hann spilað á mínum tíma þegar voru margir frábærir miðverðir að spila: Ég, John Terry, Tony Adams, Martin Keown, Jamie Carragher, Kolo Toure, Jaap Stam,“ sagði Campbell hógvær að vanda. Næsti leikur Liverpool er gegn grönnunum í Everton í hádeginu næsta laugardag. Liverpool er með níu stig í ensku úrvalsdeildinni en Everton með fullt hús stiga (12). Enski boltinn Tengdar fréttir Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15 Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35 Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Tottenham og fleiri liða, óttast að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, sé orðinn aðeins of ánægður með sjálfan sig. Van Dijk hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils, sérstaklega í leiknum gegn Aston Villa um þarsíðustu helgi sem Liverpool tapaði stórt, 7-2. Campbell segir að Van Dijk hafi kannski ekki fengið nógu erfið verkefni og hafi því orðið full kærulaus. „Hann hefur allt sem varnarmaður þarf að hafa og þetta virðist svo auðvelt fyrir hann. Kannski hefur hann ekki fengið nógu stórar áskoranir, verið prófaður nógu mikið,“ sagði Campbell við The Athletic. „Ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að framherjar geri þér erfitt fyrir slakarðu aðeins á. Það er mannlegt. Kannski á þetta við um Liverpool-liðið í heild sinni. En ég er viss um að Jürgen Klopp kemur þeim aftur á beinu brautina.“ Campbell ýjar að því að Van Dijk hefði ekki staðið jafn mikið upp úr þegar fleiri góðir miðverðir voru í ensku úrvalsdeildinni og hann gerir nú. „Það hefði verið áhugavert að sjá hvort hann hefði staðið jafn mikið upp úr hefði hann spilað á mínum tíma þegar voru margir frábærir miðverðir að spila: Ég, John Terry, Tony Adams, Martin Keown, Jamie Carragher, Kolo Toure, Jaap Stam,“ sagði Campbell hógvær að vanda. Næsti leikur Liverpool er gegn grönnunum í Everton í hádeginu næsta laugardag. Liverpool er með níu stig í ensku úrvalsdeildinni en Everton með fullt hús stiga (12).
Enski boltinn Tengdar fréttir Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15 Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35 Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15
Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35
Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05