Enski boltinn

Scholes tekur við liðinu sem hann á

Sindri Sverrisson skrifar
Paul Scholes í goðsagnaleik með Manchester United í fyrra.
Paul Scholes í goðsagnaleik með Manchester United í fyrra. getty/Matthew Ashton

Manchester United goðsögnin Paul Scholes hefur tekið við knattspyrnustjórastarfinu hjá Salford City, tímabundið.

Scholes er einn eiganda félagsins ásamt gömlum vinum úr United, þeim David Beckham, Ryan Giggs, Nicky Butt og Gary og Phil Neville.

Þetta er í annað sinn sem Scholes tekur við knattspyrnustjórastarfi en hann staldraði aðeins í 31 dag við hjá Oldham Athletic á síðasta ári.

Scholes mun stýra Salford eftir að Graham Alexander var látinn fara, og þar til að nýr stjóri verður fundinn. Salford City leikur í ensku D-deildinni, er þar taplaust eftir fimm leiki og með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×