Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 12. október 2020 12:01 Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Facebook Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun