Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 12. október 2020 12:01 Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Facebook Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun