Innlent

Minna á að bruna­varnir megi ekki víkja fyrir sótt­vörnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meðfylgjandi mynd birti slökkviliðið með Facebook-færslu sinni en dæmi eru um að eldvarnahurðir séu festar upp til að fækka sameiginlegum snertiflötum, t.d. á vinnustöðum.
Meðfylgjandi mynd birti slökkviliðið með Facebook-færslu sinni en dæmi eru um að eldvarnahurðir séu festar upp til að fækka sameiginlegum snertiflötum, t.d. á vinnustöðum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins minnir á það í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni að brunavarnir megi ekki víkja sóttvörnum.

Í færslunni segir að í úttekt forvarnasviðs slökkviliðsins undanfarnar vikur hafi komið í ljós að fyrirtæki og stofnanir sem séu að uppfylla kröfur um sóttvarnir vegna Covid-19 láti stundum brunavarnir víkja fyrir þeim.

Dæmi séu um að eldvarnahurðir séu festar upp til að fyrirbyggja snertismit, flóttaleiðir séu lokaðar vegna hólfaskiptinga auk þess sem reglubundnu eftirliti sé frestað þegar fyrirtækin séu með lokað fyrir móttöku gesta inn í húsnæðið.

„Það er skýr krafa okkar og ein helsta ástæða brunavarna að fólk komist út eða á öruggt svæði.

Fólk verður að komast út um merktar flóttaleiðir, brunahólfanir flóttaleiða eins og sjálflokandi eldvarnahurðir séu virkar, greiðfærar og tryggi að fólk sé ekki í hættu í flóttaleiðum.

Við megum alls ekki slaka á í brunavörnum!“ segir í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Brunavarnir mega ekki víkja fyrir sóttvörnum! Í úttektum forvarnasviðs okkar undanfarnar vikur hefur komið í ljós að...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Monday, October 12, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×