Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 16:00 Breiðablik verður Íslandsmeistari verði mótið blásið af en Valur á enn veika von ef að mótið verður klárað. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti