Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 16:00 Breiðablik verður Íslandsmeistari verði mótið blásið af en Valur á enn veika von ef að mótið verður klárað. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira