„Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 17:00 Starfsmaður Laugardalsvallar ber sand í völlinn í dag í undirbúningnum fyrir leikinn við Belga á miðvikudagskvöldið. Instagram/@laugardalsvollur Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvellinum síðustu daga og það er einn leikur eftir enn sem fer fram á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugdalsvallar eru á fullu að vinna í vellinum milli leikja. Það var ekki mikið að gerast á Laugardalsvelli fram eftir sumri en það hefur verið spilað ört á vellinum að undanförnu. Athygli vakti þegar sett var vökvunarkerfi í Laugardalsvöllinn aðeins mánuði fyrir leikinn á móti Englandi og það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum hvar skurðirnir voru. Völlurinn hefur verið mjög laus í sér þar sem hann var grafinn upp í ágúst. Svona skemmdir mátti sjá á Laugardalsvelli á leik Íslands og Danmerkur í gær.vísir/vilhelm Nú hafa farið fram tveir landsleikir á vellinum á síðustu fimm dögum og Belgaleikurinn verður spilaður þar á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugardalsvallar sögðu frá ástandi vallarins í færslu á Instagram síðu vallarins. „Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum,“ segir í færslunni. „Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma,“ segir enn fremur. Völlurinn gæti samt farið illa á miðvikudagskvöldið því það er spáð rigningu fram eftir deginum og grasvöllurinn gæti verið mjög blautur og þungur þegar leikurinn fer fram. Hér fyrir neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum. Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma. Næst eru það Belgar sem mæta í dalinn - áfram Ísland A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Oct 12, 2020 at 9:05am PDT Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvellinum síðustu daga og það er einn leikur eftir enn sem fer fram á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugdalsvallar eru á fullu að vinna í vellinum milli leikja. Það var ekki mikið að gerast á Laugardalsvelli fram eftir sumri en það hefur verið spilað ört á vellinum að undanförnu. Athygli vakti þegar sett var vökvunarkerfi í Laugardalsvöllinn aðeins mánuði fyrir leikinn á móti Englandi og það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum hvar skurðirnir voru. Völlurinn hefur verið mjög laus í sér þar sem hann var grafinn upp í ágúst. Svona skemmdir mátti sjá á Laugardalsvelli á leik Íslands og Danmerkur í gær.vísir/vilhelm Nú hafa farið fram tveir landsleikir á vellinum á síðustu fimm dögum og Belgaleikurinn verður spilaður þar á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugardalsvallar sögðu frá ástandi vallarins í færslu á Instagram síðu vallarins. „Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum,“ segir í færslunni. „Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma,“ segir enn fremur. Völlurinn gæti samt farið illa á miðvikudagskvöldið því það er spáð rigningu fram eftir deginum og grasvöllurinn gæti verið mjög blautur og þungur þegar leikurinn fer fram. Hér fyrir neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum. Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma. Næst eru það Belgar sem mæta í dalinn - áfram Ísland A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Oct 12, 2020 at 9:05am PDT
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira