Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 17:47 Eitrað var fyrir Alexei Navalní í ágúst síðastliðnum. EPA Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39