Sport

Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oliver fær verðugt verkefni um helgina.
Oliver fær verðugt verkefni um helgina. Visionhaus/Gettyimages

Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni.

Deildirnar fara aftur að rúlla um komandi helgi eftir að hafa verið í landsleikjahléi þar sem Ísland t.a.m hafði betur gegn Rúmeníu en tapaði fyrir Dönum.

Topplið Everton mætir grönnum sínum í Liverpool á laugardaginn en flautað verður til leiks klukkan 11.30 í 237. slagnum milli þessara liða.

Michael Oliver, talinn einn besti dómari Englands, verður með flautuna og David Coote verður í VAR-inu.

Oliver hefur dæmt í efstu deildinni frá árinu 2010 og verið FIFA elítudómari frá árinu 2018.

Það er ekki bara einn stórleikur um helgina því Manchester City og Arsenal mætast einnig á Etihad.

Þar verður Chris Kavanagh á flautunni og Anthony Taylor hefur yfirumsjón með VAR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×