Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2020 06:31 Lið Dusty CS:GO DUSTY Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sjá meira
Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sjá meira