Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 10:46 Rannsóknarskipið Oruc Reis við ankeri undan ströndum Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. MIkil spenna hefur myndast á milli ríkjanna vegna deilna þeirra um svæði þar sem talið er að finna megi töluvert af jarðgasi. Rannsóknarskipinu Oruc Reis var siglt á umdeilda svæðið í ágúst en það var kallað til baka í síðasta mánuði, í aðdraganda viðræðna á milli ríkjanna. Tyrkir sögðu þó að skipinu hefði verið siglt í lands til viðhalds og nú hefur skipið aftur verið sent af stað og segja yfirvöld í Tyrklandi að áhöfn skipsins verði við rannsóknir næstu tíu daga. Grikkir segja því ekki koma til greina að halda viðræðunum áfram á meðan skipið er á svæðinu umdeilda, samkvæmt frétt Reuters. Í gær bárust þau skilaboð frá Aþenu að ákvörðun Tyrkja að senda skipið svo nærri grísku eyjunni Kastellorizo, sem er nærri ströndum Tyrklands, ógnaði friði á svæðinu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa hótað því að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna deilnanna. Það gæti verið gert í desember. Grikkland Tyrkland Tengdar fréttir Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. 13. ágúst 2020 19:34 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. MIkil spenna hefur myndast á milli ríkjanna vegna deilna þeirra um svæði þar sem talið er að finna megi töluvert af jarðgasi. Rannsóknarskipinu Oruc Reis var siglt á umdeilda svæðið í ágúst en það var kallað til baka í síðasta mánuði, í aðdraganda viðræðna á milli ríkjanna. Tyrkir sögðu þó að skipinu hefði verið siglt í lands til viðhalds og nú hefur skipið aftur verið sent af stað og segja yfirvöld í Tyrklandi að áhöfn skipsins verði við rannsóknir næstu tíu daga. Grikkir segja því ekki koma til greina að halda viðræðunum áfram á meðan skipið er á svæðinu umdeilda, samkvæmt frétt Reuters. Í gær bárust þau skilaboð frá Aþenu að ákvörðun Tyrkja að senda skipið svo nærri grísku eyjunni Kastellorizo, sem er nærri ströndum Tyrklands, ógnaði friði á svæðinu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa hótað því að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna deilnanna. Það gæti verið gert í desember.
Grikkland Tyrkland Tengdar fréttir Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. 13. ágúst 2020 19:34 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. 13. ágúst 2020 19:34