Um 160 börn í Árbæjarskóla eru komin í úrvinnslusóttkví eftir að nemandi í skólanum greindist með Covid-19 smit. Mbl greindi fyrst frá.
Um er að ræða alla nemendur í 2., 3. og 4. bekk. Því til viðbótar nokkrir starfsmenn sem tengjast beint viðkomandi barni að sögn Guðlaugar Sturlaugsdóttur skólastjóra.
Guðlaug segir fyllstu áherslu á lagt á öryggi. Hún var að fylla út Excel-skjal fyrir smitrakningateymið sem í framhaldinu tekur ákvörðun um það hverjir fara í áframhaldandi sóttkví.
„Vonandi verða það bara sem fæstir,“ segir Guðlaug.
Um sjö hundruð nemendur eru í Árbæjarskóla og um hundrað starfsmenn. Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk í Árbænum.