Innlent

Fjörutíu í sóttkví eftir smit á Fífuborg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikskólinn Fífuborg í Grafarvogi.
Leikskólinn Fífuborg í Grafarvogi. Reykjavíkurborg

Um þrjátíu börn og níu starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi eru í sóttkví eftir að starfsmaður leikskólans greindist með kórónuveiruna.

Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Björnsdóttur upplýsingafulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í svari við fyrirspurn Vísis. Börnin sem eru í sóttkví eru á aldrinum þriggja til sex ára. 

Samkvæmt upplýsingum frá leikskólanum þurftu tvær tvær deildir að fara í úrvinnslusóttkví. Þá fari tvær deildir í skimun á föstudag.

Þá hafa tveir nemendur í Háteigsskóla greinst með kórónuveiruna. Enginn starfsmaður eða nemandi í skólanum er þó lengur í sóttkví.

Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins í dag að hátt í 900 börn í leik- og grunnskólum Reykjavíkur séu nú í sóttkví. Sjö leikskólabörn hafi greinst með veiruna og 34 grunnskólabörn. Þá hafi smit komið upp í 25 af 44 grunnskólum borgarinnar og í tíu af 88 leikskólum.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Á annað hundrað í sóttkví í Garðabæ eftir smit

Nemendur í 1. og 2. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit sem veldur Covid-19 kom upp hjá nemanda. Þá eru starfsmenn í Regnboganum, Frístundaheimili skólans, sömuleiðis komnir í sóttkví af sömu ástæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×