Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 14:58 Amy Coney Barrett segjast túlka ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og lög eins og þau hafi verið skrifuð. AP/Susan Walsh Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09