Glímir enn við höfuðmeiðsli og mætir ekki Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 17:45 Sofia Jakobsson og Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni þegar Svíþjóð og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16
„Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03