Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 19:52 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira