Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun