Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Skólum og skemmtistöðum verður lokað en hvergi á byggðu bóli er nýgengi smita eins mikið og í Tékklandi.
Öllum veitingastöðum verður einnig lokað og þá hefur neysla áfengis á almannafæri verið bönnuð tímabundið. Í Hollandi hafa menn einnig gripið til harðari aðgerða og grímuskylda hefur verið tekin upp innanhús á almannafæri.
Búist við útgöngubanni í Frakklandi
Álagið á spítala í Evrópu heldur áfram að aukast og er óttast að níutíuprósent allra gjörgæslurúma í Parísarborg verði í notkun í næstu viku. Búist er við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynni um enn harðari aðgerðir þar í landi í sjónsvarpsávarpi síðar í dag. Jafnvel er búist við því að á verslu svæðunum verði sett á útgöngubann á kvöldin.