Samherji vill breyta álveri í laxeldisstöð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. október 2020 07:55 Frá Helguvík þar sem til stóð að reisa álver. Það virðist úr sögunni. Vísir/Vilhelm Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík. Þetta kemur fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að Samherji hafi í hyggju að hefja laxeldi á landi og nýta til þess byggingarnar í Helguvík, en þeim var upprunalega ætlað að hýsa álver Norðuráls, sem aldrei komst í gagnið eins og frægt er orðið. Í blaðinu segir að frumathugun sé þegar hafin á aðstæðum en alls eru byggingar Norðuráls á svæðinu 23 þúsund fermetrar og lóðin er um 100 hektarar. Kaupverð liggur ekki fyrir, segir enn fremur í blaðinu. Uppfært klukkan 12 Samherji hefur sent frá sér tilkynningu um viljayfirlýsinguna. Hana má sjá að neðan. Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis. Reykjanesbær Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík. Þetta kemur fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að Samherji hafi í hyggju að hefja laxeldi á landi og nýta til þess byggingarnar í Helguvík, en þeim var upprunalega ætlað að hýsa álver Norðuráls, sem aldrei komst í gagnið eins og frægt er orðið. Í blaðinu segir að frumathugun sé þegar hafin á aðstæðum en alls eru byggingar Norðuráls á svæðinu 23 þúsund fermetrar og lóðin er um 100 hektarar. Kaupverð liggur ekki fyrir, segir enn fremur í blaðinu. Uppfært klukkan 12 Samherji hefur sent frá sér tilkynningu um viljayfirlýsinguna. Hana má sjá að neðan. Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.
Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira