Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:32 Seinni bylgjan valdi bestu félagsskiptin fyrir þetta tímabil í OIís deild karla og hér eru þeir fimm efstu. Skjámynd/S2 Sport Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira