Lífið

„Það er bara einn sem kemur upp í hugann minn, það er Ómar Ragnarsson“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ragga Gísla lýsti aðdáun sinni á Ómari Ragnarsyni og flutti í kjölfarið lag Ómars Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot. 
Ragga Gísla lýsti aðdáun sinni á Ómari Ragnarsyni og flutti í kjölfarið lag Ómars Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot.  Skjáskot

Ragga Gísla lá ekki á svörum sínum þegar Ingó bað hana um að nefna einn af sínum uppáhalds tónlistarmönnum í þættinum, Í kvöld er gigg. 

Það er bara einn sem kemur upp í hugann minn, það er Ómar Ragnarsson. Hann er svo frábær, ég bara dýrka hann.

 Í framhaldinu byrjaði Ingó að rifja upp lag Ómars, Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot og endaði það með stórbrotnum flutningi þeirra Ingó og Röggu. 

Við tók svo Stuðmannalagið úr myndinni Með allt á hreinu, Franskar (sósa og salat).

Þættirnir Í kvöld er gigg eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:50. 


Tengdar fréttir

Sjáðu óvænt blásturseinvígi Bjössa sax og Röggu Gísla

Elífðar töffarinn og þjóðargersemin Ragga Gísla var gestur Ingó Veðurguðs í fjórða þættinum af Í kvöld er gigg. Henni til halds og trausts var dóttir hennar og söngkonan Dísa Jakobs. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 

„Þú ert bara uppáhalds maðurinn minn núna“

Óvænt gírskipting var í þriðja þætti Í kvöld er gigg þegar Ingó bað Pál Rósinkranz um að syngja stuðlag en hætti svo við og bað hann frekar um að syngja eitthvað fallegt og rólegt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.