Búa sig undir langhlaup í skólunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. október 2020 17:31 Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent