Búa sig undir langhlaup í skólunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. október 2020 17:31 Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira