Eini rófubóndi landsins sem ræktar rófufræ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2020 19:51 Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi á bænum Stóru Sandvík í Árborg en bærinn er í Sandvíkurhreppnum hina forna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira