Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 10:58 Víðast hvar í Evrópu herða menn nú á aðgerðum til að tækla þriðju bylgju faraldursins. Mike Kemp/Getty Images Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira