Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 15. október 2020 12:29 Alma Möller, landlæknir, hvetur heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 307 eru nú skráðir í baksvarðasveitina en í vetur voru um þúsund manns skráðir. „Við myndum alveg vilja sjá fleiri skráningar í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu. Þar eru nú 307 og ég hvet heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig; þá sem eru hættir störfum og treysta sér í vinnu, þá sem starfa við annað og þá sem starfa í einkarekinni þjónustu,“ sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hægt væri að velja um að sinna ýmsum störfum, til dæmis sjúklingum með Covid-19, símsvörun, fjarþjónustu og smitrakningu. Þá minnti hún einnig á bakvarðasveit velferðarþjónustu. Hefur trú á að það verði hægt að manna gjörgæsluna Aðspurð á fundinum hversu marga þyrfti til í bakvarðasveitina að hennar mati, til dæmis svo hægt væri að tryggja þjónustu á gjörgæsludeild Landspítalans, sagði Alma að ekki væri búið að reikna út hversu marga þyrfti til viðbótar í sveitina. „Við vorum auðvitað með um þúsund manns í vetur og það voru kannski um fimmtán prósent þeirra sem voru kallaðir til. Þannig að þetta er nú ekkert mjög stór hópur en af því að þú nefnir gjörgæslurnar þá er hægt að færa til fólk, eins og þeir sem vinna á skurðstofum, svæfinga- og gjörgæslulæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar, þeir geta farið og unnið á gjörgæslu og svo eigum við líka marga sem eru í einkageiranum sem geta líka farið þangað. Þannig að ég hef trú á að það verði hægt að manna gjörgæslurnar,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 307 eru nú skráðir í baksvarðasveitina en í vetur voru um þúsund manns skráðir. „Við myndum alveg vilja sjá fleiri skráningar í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu. Þar eru nú 307 og ég hvet heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig; þá sem eru hættir störfum og treysta sér í vinnu, þá sem starfa við annað og þá sem starfa í einkarekinni þjónustu,“ sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hægt væri að velja um að sinna ýmsum störfum, til dæmis sjúklingum með Covid-19, símsvörun, fjarþjónustu og smitrakningu. Þá minnti hún einnig á bakvarðasveit velferðarþjónustu. Hefur trú á að það verði hægt að manna gjörgæsluna Aðspurð á fundinum hversu marga þyrfti til í bakvarðasveitina að hennar mati, til dæmis svo hægt væri að tryggja þjónustu á gjörgæsludeild Landspítalans, sagði Alma að ekki væri búið að reikna út hversu marga þyrfti til viðbótar í sveitina. „Við vorum auðvitað með um þúsund manns í vetur og það voru kannski um fimmtán prósent þeirra sem voru kallaðir til. Þannig að þetta er nú ekkert mjög stór hópur en af því að þú nefnir gjörgæslurnar þá er hægt að færa til fólk, eins og þeir sem vinna á skurðstofum, svæfinga- og gjörgæslulæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar, þeir geta farið og unnið á gjörgæslu og svo eigum við líka marga sem eru í einkageiranum sem geta líka farið þangað. Þannig að ég hef trú á að það verði hægt að manna gjörgæslurnar,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent