Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 14:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18