Ósannindi á bæði borð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 15. október 2020 22:00 Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Fiskeldi Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar