Lífið

Þótti vænt um fal­legt sím­tal frá ó­kunnugri konu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigríður Thorlacius kallar eftir stuðningi við tónlistarfólk.
Sigríður Thorlacius kallar eftir stuðningi við tónlistarfólk. Vísir/Vilhelm

Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi.

„Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið fyrir hana fyrir einhverjum árum síðan. Hún sagði fallegt við mig og það þótti mér vænt um. Svo bað hún um reikningsupplýsingar ( sem mér þótti ögn skrítið ) - hún vildi fá að leggja inn á mig smá aur. Hún væri ágætlega stæð og þætti miður að sjá hversu vonlaus staða mín og minna væri. Ég fór aðeins að skæla. Viðurkenni það fúslega,“ skrifar Sigríður.

Saga úr lífi : Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið...

Posted by Sigríður Thorlacius on Thursday, 15 October 2020

Hún kveðst hafa það betra en flestir í sinni stétt og segir sér ekki vorkunn. Hún geri sér grein fyrir því og er þakklát fyrir þá stöðu sem hún er í.

„Sko. Við borgum til þessa samfélags eins og aðrir. Skatta, tryggingagjald og hvað þetta allt heitir. Við berum virðingu fyrir og höfum skilning á því að hér er einhverskonar allsherjar skringiástand í gangi.“

Þá segist Sigríður meðvituð um að kollegar hennar fái ekki allir símtöl frá yndislegum konum lík því sem hún lýsir í pistlinum. Þá geti hún ekki ætlast til þess að slík símtöl komi í röðum og haldi henni á floti?

„Hæ ríki - hvað ætlið þið að gera fyrir mitt fólk?“ spyr söngkonan að lokum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.