Þótti vænt um fallegt símtal frá ókunnugri konu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 23:49 Sigríður Thorlacius kallar eftir stuðningi við tónlistarfólk. Vísir/Vilhelm Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi. „Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið fyrir hana fyrir einhverjum árum síðan. Hún sagði fallegt við mig og það þótti mér vænt um. Svo bað hún um reikningsupplýsingar ( sem mér þótti ögn skrítið ) - hún vildi fá að leggja inn á mig smá aur. Hún væri ágætlega stæð og þætti miður að sjá hversu vonlaus staða mín og minna væri. Ég fór aðeins að skæla. Viðurkenni það fúslega,“ skrifar Sigríður. Saga úr lífi : Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið...Posted by Sigríður Thorlacius on Thursday, 15 October 2020 Hún kveðst hafa það betra en flestir í sinni stétt og segir sér ekki vorkunn. Hún geri sér grein fyrir því og er þakklát fyrir þá stöðu sem hún er í. „Sko. Við borgum til þessa samfélags eins og aðrir. Skatta, tryggingagjald og hvað þetta allt heitir. Við berum virðingu fyrir og höfum skilning á því að hér er einhverskonar allsherjar skringiástand í gangi.“ Þá segist Sigríður meðvituð um að kollegar hennar fái ekki allir símtöl frá yndislegum konum lík því sem hún lýsir í pistlinum. Þá geti hún ekki ætlast til þess að slík símtöl komi í röðum og haldi henni á floti? „Hæ ríki - hvað ætlið þið að gera fyrir mitt fólk?“ spyr söngkonan að lokum. Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar. 12. október 2020 22:45 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. 14. október 2020 12:24 Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. 14. október 2020 08:46 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona birti í kvöld pistil á Facebook þar sem hún kallar eftir því að ríkið grípi til aðgerða til að koma til móts við hana og kollega hennar í tónlistariðnaðinum, nú þegar litar sem engar tekjur er að fá af tónleikahaldi. „Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið fyrir hana fyrir einhverjum árum síðan. Hún sagði fallegt við mig og það þótti mér vænt um. Svo bað hún um reikningsupplýsingar ( sem mér þótti ögn skrítið ) - hún vildi fá að leggja inn á mig smá aur. Hún væri ágætlega stæð og þætti miður að sjá hversu vonlaus staða mín og minna væri. Ég fór aðeins að skæla. Viðurkenni það fúslega,“ skrifar Sigríður. Saga úr lífi : Fyrir nokkrum vikum fékk ég símtal frá góðri konu sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafði sungið...Posted by Sigríður Thorlacius on Thursday, 15 October 2020 Hún kveðst hafa það betra en flestir í sinni stétt og segir sér ekki vorkunn. Hún geri sér grein fyrir því og er þakklát fyrir þá stöðu sem hún er í. „Sko. Við borgum til þessa samfélags eins og aðrir. Skatta, tryggingagjald og hvað þetta allt heitir. Við berum virðingu fyrir og höfum skilning á því að hér er einhverskonar allsherjar skringiástand í gangi.“ Þá segist Sigríður meðvituð um að kollegar hennar fái ekki allir símtöl frá yndislegum konum lík því sem hún lýsir í pistlinum. Þá geti hún ekki ætlast til þess að slík símtöl komi í röðum og haldi henni á floti? „Hæ ríki - hvað ætlið þið að gera fyrir mitt fólk?“ spyr söngkonan að lokum.
Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar. 12. október 2020 22:45 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. 14. október 2020 12:24 Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. 14. október 2020 08:46 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
„Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar. 12. október 2020 22:45
Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21
Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. 14. október 2020 12:24
Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. 14. október 2020 08:46