Sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 08:26 Bjarni Ákason, fjárfestir, var í gær sýknaður af ákæru um skattsvik en málið má rekja allt aftur til ársins 2007. Vísir/Vilhelm Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“ Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“
Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira