Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 20:50 Donald Trump fundaði á dögunum með manni sem nú hefur greinst með kórónuveiru. Getty/Tasos Katopodis Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15
Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25