U-21 árs landsliðsmaðurinn greindist á dönsku landamærunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 11:21 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti