Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 12:43 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Judith Collins, leiðtogi Þjóðarflokksins, í sjónvarpskappræðunum í gær. Getty/Phil Walter Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24
Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19