Skipstjóri og útgerðarfélag sýknuð af ákæru um brottkast á grásleppuveiðum Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 13:33 Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Getty Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira