Lífið

Ingó selur raðhúsið á Álftanesi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veðurguðinn ætlar að færa sig um set.
Veðurguðinn ætlar að færa sig um set. Myndir/Fasteignaljosmyndun.is

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hefur sett endaraðhús við Hólmatún á Álftanesi á sölu.

Eignin er 132 fermetrar á stærð og er ásett verð 72,9 milljónir króna.

Húsið var byggt árið 2000 og eru þar þrjú svefnherbergi.

Skjólgóður sólpallur með heitum pott tilheyrir eigninni sem snýr í suður ásamt stórum afgirtum garði.

Einnig er innbyggður bílskúr við húsið. Fasteignamat eignarinnar er rúmlega sextíu milljónir.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Eldhús, stofa og borðstofa í einu opnu rými.
Skemmtileg og björt stofa.
Smekklegt hjónaherbergi.
Fallegt og nýuppgert baðherbergi.
Þarna er væntanlega gott að vera á sumrin og í pottinum allan ársins hring.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.