Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 15:50 Veiðistofninn verður mældur aftur í janúar og febrúar á næsta ári og þá verður ráðgjöfin endurskoðuð. Getty/Craig F. Walker Hafrannsóknarstofnun Íslands leggur til að engar loðnuveiðar verði á þessari vertíð, þriðja árið í röð. Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. Bergmálsmælingar voru framkvæmdar á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi frá 7. september til 5. október. Í tilkynningu á vef Hafró segir að hafís hafi komið niður á rannsóknum á norðanverðu rannsóknarsvæðinu og því gæti magn kynþroska loðnu hafa verið vanmetið. Bláa línan táknar leiðangurslínur Árna Friðrikssonar og sú græna Eros.Vísir/Hafrannsóknastofnun Eins og áður segir var heildarmagnið sem mældist rúmlega milljón tonn. Þar af var metin stærð veiðistofns fyrir núverandi vertíð um 344 þúsund tonn. Um 734 þúsund tonn hafi verið ókynþroska. Miðað við gildandi aflareglur eigi að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2021. „Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021 þar sem framreikningar á stærð hrygningarstofnsins við hrygningu ná ekki þessum mörkum.“ Veiðistofninn verður mældur aftur í janúar og febrúar á næsta ári og þá verður ráðgjöfin endurskoðuð. Sjávarútvegur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun Íslands leggur til að engar loðnuveiðar verði á þessari vertíð, þriðja árið í röð. Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. Bergmálsmælingar voru framkvæmdar á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi frá 7. september til 5. október. Í tilkynningu á vef Hafró segir að hafís hafi komið niður á rannsóknum á norðanverðu rannsóknarsvæðinu og því gæti magn kynþroska loðnu hafa verið vanmetið. Bláa línan táknar leiðangurslínur Árna Friðrikssonar og sú græna Eros.Vísir/Hafrannsóknastofnun Eins og áður segir var heildarmagnið sem mældist rúmlega milljón tonn. Þar af var metin stærð veiðistofns fyrir núverandi vertíð um 344 þúsund tonn. Um 734 þúsund tonn hafi verið ókynþroska. Miðað við gildandi aflareglur eigi að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2021. „Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021 þar sem framreikningar á stærð hrygningarstofnsins við hrygningu ná ekki þessum mörkum.“ Veiðistofninn verður mældur aftur í janúar og febrúar á næsta ári og þá verður ráðgjöfin endurskoðuð.
Sjávarútvegur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira