„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2020 21:00 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira