Rannsaka hvort tölvupóstar séu hluti af upplýsingahernaði Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 23:31 Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, hefur verið í miklum samskiptum við menn í Úkraínu þar sem hann hefur reynt að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Biden. Hvíta húsið var varað við því í fyrra að rússneskir útsendarar reyndu að notfæra sér Giuliani til að dreifa fölskum upplýsingum. AP/Jacqueline Larma Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. Trump og Hvíta húsið var varað við því í fyrra að lögmaðurinn gæti verið peð í tafli Rússa. New York Post, götublað í eigu Ruperts Murdoch, birti umfjöllun sem það sagði byggja á tölvupóstum úr tölvu Hunters Biden, sonar Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í vikunni. Póstarnir ættu að benda til spillingar Biden-feðganna. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump forseta, afhenti blaðinu harðan disk með póstunum og myndum sem eiga að vera úr tölvu Hunter Biden. AP-fréttastofan hefur nú eftir heimildarmanni sínum að FBI rannsaki nú málið og hvort að það tengist mögulegri áhrifaherferð rússneskra stjórnvalda. Talsmaður FBI vildi ekki staðfesta það og vísaði til þess að stofnunin legði það ekki vana sinn að staðfesta eða neita því að rannsóknir væru í gangi. Rússar beittu ýmsum brögðum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, þar á meðal með upplýsingahernaði á samfélagsmiðlum og með því að stela tölvupóstum demókrata og leka þeim í gegnum Wikileaks. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því að rússneskir útsendarar notfærðu sér Giuliani til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til Trump forseta í fyrra. Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins ræddi viðvöruna við Trump forseta sem er sagður hafa látið sér fátt um finnast. Segir gögnin „ósvikin eins og andskotinn“ Stórt spurningarmerki hefur verið sett við meintan uppruna gagnanna sem Giuliani lét New York Post fá og er frásögn blaðsins af honum með nokkrum ólíkindum. Giuliani á að hafa fengið harðan disk úr fartölvu Hunters Biden frá eiganda tölvuverkstæðis í Delaware, heimaríki Biden, í fyrra. Eigandinn segist sjóndapur og gat því ekki fullyrt með vissu að tölvan væri í eigu sonar fyrrverandi varaforsetans en ályktaði það út frá límmiða á tölvunni með merki sjóðs til minningar um Beau Biden, látinn bróður Hunter. Tölvan hafi aldrei verið sótt og eigandi hafi þá látið lögmann Giuliani fá afrit af harða disknum áður en hann afhenti hana alríkislögreglunni. Á harða disknum eiga að hafa verið tölvupóstar og myndir. Einn póstanna á að vera frá stjórnarmanni í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma sem þakkar Hunter Biden fyrir að koma á fundi með Joe Biden, þá varaforseta Bandaríkjanna. Hunter Biden var stjórnarmaður í Burisma frá 2014 til 2019 en hluta þess tíma rak faðir hans utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. New York Post sagði þann póst „rjúkandi byssu“ sem sýndi fram á að Biden hefði ekki sagt satt um að hann hefði aldrei rætt við son sinn um umsvif hans í Úkraínu. Ekkert kom þó fram í umfjölluninni um að fundur með úkraínska stjórnarmanninum hefði raunverulega átt sér stað. Þá hefur ekki verið staðfest að póstarnir séu ósviknir eða hvort þeim hafi mögulega verið stolið í tölvuinnbroti, að sögn AP-fréttastofunnar. Giuliani hefur ekki viljað afhenda öðrum fjölmiðlum harða diskinn en hann fullyrti í viðtali á Fox News í dag að gögnin væru „ósvikin eins og andskotinn“. Framboð Biden og embættismenn sem hann vann með að málefnum Úkraínu á sínum tíma hafa þvertekið fyrir að varaforsetinn hafi hitt stjórnarmanninn eða að þeir könnuðust yfir höfuð við hann. Hunter Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sér að sitja í stjórn Burisma á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma á sama tíma og faðir hans rak stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta gagnvart Austur-Evrópulandinu.Vísir/Getty Stoðlausar og lífseigar spillingarásakanir Trump forseti og Giuliani hafa haldið fram af krafti stoðlausum ásökunum um að Biden hafi sem varaforseti beitt sér til að gæta hagsmuna sonar síns í Úkraínu. Sérstaklega vísa þeir á að Biden hafi tekið þátt í að þrýsta á ríkisstjórn Petros Porosjenkó, þáverandi forseta Úkraínu, um að reka ríkissaksóknara landsins. Það fullyrða Trump og Giuliani að Biden hafi gert vegna þess að saksóknaraembættið hafi verið með Burisma til rannsóknar. Þær ásakanir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Engin rannsókn á Burisma var í gangi hjá ríkissaksóknaranum þegar Biden þrýsti á um brottrekstur Viktors Sjokín, úkraínska saksóknarans. Bandaríkjastjórn, önnur vestræn ríki og alþjóðlegar stofnanir þrýstu á um að hann yrði rekinn þar sem þau töldu að Sjokín væri sjálfur spilltur og drægi lappirnar í að uppræta landlæga spillingu, þar á meðal með því að rannsaka ekki Burisma sem var meðal annars sakað um peningaþvætti. Biden rak þar opinbera stefnu Bandaríkjastjórnar sem var ekki leyndarmál á þeim tíma. Hún naut meðal annars stuðnings þingmanna Repúblikanaflokks Trump. Það stöðvaði Trump og Giuliani þó ekki í að reyna að snúa upp á höndina á Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörnum forseta Úkraínu, um að rannsaka Burisma og Biden-feðgana í fyrra. Reyndu þeir að skilyrða hernaðaraðstoð Bandaríkjastjórnar við að Zelenskíj gerði Trump þann pólitíska greiða. Biden var þá talinn líklegasta forsetaefni demókrata. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðarinnar gegn Úkraínu í fyrra. Öldungadeildin sýknaði forsetann af kærunum í febrúar. Sumir repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa reynt að halda ásökunum á hendur Biden á lofti áfram á þessu ári. Heimavarnanefnd öldungadeildarinnar rannsakaði málið en fann engar sannanir fyrir því að Biden hefði gert nokkuð saknæmt eða látið annarlega hvatir stýra samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld í síðasta mánuði. Giuliani virðist ekki hafa látið nefndinni harða diskinn í té þrátt fyrir að hann hafi verið í fórum hans um margra mánaða skeið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. Trump og Hvíta húsið var varað við því í fyrra að lögmaðurinn gæti verið peð í tafli Rússa. New York Post, götublað í eigu Ruperts Murdoch, birti umfjöllun sem það sagði byggja á tölvupóstum úr tölvu Hunters Biden, sonar Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í vikunni. Póstarnir ættu að benda til spillingar Biden-feðganna. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump forseta, afhenti blaðinu harðan disk með póstunum og myndum sem eiga að vera úr tölvu Hunter Biden. AP-fréttastofan hefur nú eftir heimildarmanni sínum að FBI rannsaki nú málið og hvort að það tengist mögulegri áhrifaherferð rússneskra stjórnvalda. Talsmaður FBI vildi ekki staðfesta það og vísaði til þess að stofnunin legði það ekki vana sinn að staðfesta eða neita því að rannsóknir væru í gangi. Rússar beittu ýmsum brögðum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, þar á meðal með upplýsingahernaði á samfélagsmiðlum og með því að stela tölvupóstum demókrata og leka þeim í gegnum Wikileaks. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því að rússneskir útsendarar notfærðu sér Giuliani til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til Trump forseta í fyrra. Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins ræddi viðvöruna við Trump forseta sem er sagður hafa látið sér fátt um finnast. Segir gögnin „ósvikin eins og andskotinn“ Stórt spurningarmerki hefur verið sett við meintan uppruna gagnanna sem Giuliani lét New York Post fá og er frásögn blaðsins af honum með nokkrum ólíkindum. Giuliani á að hafa fengið harðan disk úr fartölvu Hunters Biden frá eiganda tölvuverkstæðis í Delaware, heimaríki Biden, í fyrra. Eigandinn segist sjóndapur og gat því ekki fullyrt með vissu að tölvan væri í eigu sonar fyrrverandi varaforsetans en ályktaði það út frá límmiða á tölvunni með merki sjóðs til minningar um Beau Biden, látinn bróður Hunter. Tölvan hafi aldrei verið sótt og eigandi hafi þá látið lögmann Giuliani fá afrit af harða disknum áður en hann afhenti hana alríkislögreglunni. Á harða disknum eiga að hafa verið tölvupóstar og myndir. Einn póstanna á að vera frá stjórnarmanni í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma sem þakkar Hunter Biden fyrir að koma á fundi með Joe Biden, þá varaforseta Bandaríkjanna. Hunter Biden var stjórnarmaður í Burisma frá 2014 til 2019 en hluta þess tíma rak faðir hans utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. New York Post sagði þann póst „rjúkandi byssu“ sem sýndi fram á að Biden hefði ekki sagt satt um að hann hefði aldrei rætt við son sinn um umsvif hans í Úkraínu. Ekkert kom þó fram í umfjölluninni um að fundur með úkraínska stjórnarmanninum hefði raunverulega átt sér stað. Þá hefur ekki verið staðfest að póstarnir séu ósviknir eða hvort þeim hafi mögulega verið stolið í tölvuinnbroti, að sögn AP-fréttastofunnar. Giuliani hefur ekki viljað afhenda öðrum fjölmiðlum harða diskinn en hann fullyrti í viðtali á Fox News í dag að gögnin væru „ósvikin eins og andskotinn“. Framboð Biden og embættismenn sem hann vann með að málefnum Úkraínu á sínum tíma hafa þvertekið fyrir að varaforsetinn hafi hitt stjórnarmanninn eða að þeir könnuðust yfir höfuð við hann. Hunter Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sér að sitja í stjórn Burisma á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma á sama tíma og faðir hans rak stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta gagnvart Austur-Evrópulandinu.Vísir/Getty Stoðlausar og lífseigar spillingarásakanir Trump forseti og Giuliani hafa haldið fram af krafti stoðlausum ásökunum um að Biden hafi sem varaforseti beitt sér til að gæta hagsmuna sonar síns í Úkraínu. Sérstaklega vísa þeir á að Biden hafi tekið þátt í að þrýsta á ríkisstjórn Petros Porosjenkó, þáverandi forseta Úkraínu, um að reka ríkissaksóknara landsins. Það fullyrða Trump og Giuliani að Biden hafi gert vegna þess að saksóknaraembættið hafi verið með Burisma til rannsóknar. Þær ásakanir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Engin rannsókn á Burisma var í gangi hjá ríkissaksóknaranum þegar Biden þrýsti á um brottrekstur Viktors Sjokín, úkraínska saksóknarans. Bandaríkjastjórn, önnur vestræn ríki og alþjóðlegar stofnanir þrýstu á um að hann yrði rekinn þar sem þau töldu að Sjokín væri sjálfur spilltur og drægi lappirnar í að uppræta landlæga spillingu, þar á meðal með því að rannsaka ekki Burisma sem var meðal annars sakað um peningaþvætti. Biden rak þar opinbera stefnu Bandaríkjastjórnar sem var ekki leyndarmál á þeim tíma. Hún naut meðal annars stuðnings þingmanna Repúblikanaflokks Trump. Það stöðvaði Trump og Giuliani þó ekki í að reyna að snúa upp á höndina á Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörnum forseta Úkraínu, um að rannsaka Burisma og Biden-feðgana í fyrra. Reyndu þeir að skilyrða hernaðaraðstoð Bandaríkjastjórnar við að Zelenskíj gerði Trump þann pólitíska greiða. Biden var þá talinn líklegasta forsetaefni demókrata. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðarinnar gegn Úkraínu í fyrra. Öldungadeildin sýknaði forsetann af kærunum í febrúar. Sumir repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa reynt að halda ásökunum á hendur Biden á lofti áfram á þessu ári. Heimavarnanefnd öldungadeildarinnar rannsakaði málið en fann engar sannanir fyrir því að Biden hefði gert nokkuð saknæmt eða látið annarlega hvatir stýra samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld í síðasta mánuði. Giuliani virðist ekki hafa látið nefndinni harða diskinn í té þrátt fyrir að hann hafi verið í fórum hans um margra mánaða skeið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24
Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14