Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 12:30 Félagið flutti starfsemina sína á dögunum í nýtt húsnæði á Selfossi, sem er við Eyraveg 31. Það er bjart og fallegt með nóg af plássi fyrir alla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira