Innlent

Aldrei hafa fleiri dvalið í farsóttarhúsunum heldur en síðustu vikuna

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Aldrei hafa fleiri dvalið í farsóttarhúsunum heldur en síðustu vikuna þegar yfir níutíu manns voru þar á hverjum degi.

,,Síðasta vika hefur verið svolítið þung. Það hafa verið á bilinu 85 til 90 manns hjá okkur alla vikuna í þessum húsum sem við rekum. Við tókum í notkun nýjan einangrunargang á öðru hótelinu og svo opnuðum við nýtt hús á föstudaginn sem verður fyrir jaðarsetta hópa.‘‘ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna.

Metfjöldi

Hann að metfjöldi hafi dvalið í farsóttarhúsum síðustu vikuna.

,,Já þetta er metfjöldi. Í þessari bylgju hafa verið að fara í gegn hjá okkur um 600 manns og þar af hafa verið hjá okkur 240 sýktir. Þetta er búinn að vera hellingur,‘‘ sagði Gylfi Þór.

Sóttvarnarhúsið er í þessu húsi við Rauðarárstíg þar sem vanalega er rekið hótel fyrir ferðamenn.Vísir/Vilhelm

Þurfa að bæta við mannskap

,,Við erum átta starfsmenn starfandi núna en þurfum að bæta við starfsfólki. Við erum að leita að starfsfólki til að starfa í þessu nýja úrræði,‘‘ sagði Gylfi Þór.

Aðspurður hvort mikið sé um að börn dvelji í farsóttarhúsum segir hann dæmi um það.

,,Það eru dæmi um að börn hafi verið að koma í sóttkví ásamt foreldrum sínum og þá oftar en ekki hælisleitendur.‘‘

Fólk á öllum aldri dvelur í farsóttarhúsum. Sá elsti á áttræðisaldri.

,,Næsta vika verður eflaust þung áfram miðað við fjölda sýktra á síðustu vikum og dögum. Ég á nú samt von á því að þetta fari nú að lækka eftir næstu viku. En það er undir okkur sjáfum í samfélaginu komið að það gerist,‘‘ sagði Gylfi Þór


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×