„Ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta“ Samúel Karl Ólason og Frosti Logason skrifa 18. október 2020 21:00 Guðrún segir ýmsa hafa reynt að finna ástæður fyrir því að Orri lést. Það hafi komið upp spurningar um hvort hann hafi átt kærustu sem hætti með honum, hvort hann hafi ekki verið valinn í liðið eða hvort hann hafi ekki náð prófunum. Vísir/Vilhelm Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir var fertug þegar 16 ára sonur hennar, Orri Ómarsson, féll fyrir eigin hendi í janúarmánuði árið 2010. Guðrún Jóna segir umræðuna um sjálfsvíg vera skammt á veg komna hér á landi og finnst vanta opinskáa umræðu um málefnið en sjálf hefur hún á undanförnum árum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir aðra sem misst hafa ástvini í sjálfsvíg. Guðrún ræddi sögu Orra í Íslandi í dag í kvöld. „Orri var bráðger og hann var fljótur til alls. Hann var fljótur að læra að ganga. Hann var fljótur að læra að tala og skýrmæltur. Honum gekk vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður í íþróttum, góður í íslensku og stærðfræði og hafði sérstaklega gaman að sögu. Þetta var svona drengur sem gat allt,“ segir Guðrún. „Fyrir utan það að vera myndarlegur og góður.“ Orri var vinamargur og haustið 2009 byrjaði hann í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt grunnskólavinum sínum úr Víðistaðaskóla og líkaði það vel. Á þeim tíma höfðu foreldrarnir ekki hugmynd um að honum liði illa. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru loft í október 2009. Þá hringir hann í okkur eftir að tekið lyf úr lyfjaskápnum heima og þetta kemur okkur mjög á óvart. Við vissum ekki betur en það væri allt í góðu lagi hjá honum.“ Guðrún segir lyfjunum hafa verið dælt úr honum en hann hafi tekið mikið af lyfjum og eftir tvo daga á sjúkrahúsi varði hann einni nótt á geðdeild. „Svo vildi hann bara komast heim. Sagðist bara þurfa að fara heim og lesa fyrir próf. Hann sagði að þetta hefði verið bráðræði.“ Eftir þetta tók Orri jólaprófin í MR með glæsibrag – náði öllu og miklu betur en það og allt virtist vera á réttri leið. Eftir prófin tók jólafríið við sem Guðrún segir hafa verið eins og hjá flestum unglingum en Orri sneri sólarhringnum svolítið við og svaf á óreglulegum tímum. Þau fundu þó að eitthvað væri að og þorðu ekki öðru en að vakta hann, faðir Orra, Ómar Ingi Bragason, fór til dæmis aldrei að sofa fyrr enn hann vissi að Orri væri sofnaður. Þetta var erfitt tímabil, sérstaklega þar sem Orri vildi ekki þiggja neina hjálp og ekki fara til sálfræðings. Það varð þó úr á endanum að hann fékk uppáskrifuð lyf sem hann samþykkti að taka. „Eftir það varð bjartara yfir honum og það var þannig í nokkrar vikur. Svo gerist þetta bara í lok janúar, um tveimur mánuðum eftir að við fyrst vissum að eitthvað væri að,“ segir Guðrún. Það var á ósköp venjulegum janúardegi að þau hjónin ákváðu að fara í afmæli og leyfðu sér í fyrsta skipti eftir atvikið um haustið að skilja Orra eftir heima með yngri bróður sínum. Orri virtist vera í góðum gír, þau fengu skyndibita fyrir strákana og fóru í afmælið þar sem þau ætluðu að staldra stutt við. Um mitt kvöld hringdi Orri í Guðrúnu og var hann æstur. Hann sagðist ósáttur við að Guðrún hafði læst lyfjaskápnum. „Ég sagði honum bara að ég væri að koma og hann skuli bara vera rólegur.“ Þegar hún kom heim var Orri búinn að fremja sjálfsvíg. „Ég kom að honum,“ segir Guðrún. Hún segist hafa áttað sig strax á að hún væri búin að missa Orra og hennar fyrstu viðbrögð hafi verið að hugsa um drenginn hennar sem eftir væri. Hún segir þetta engu líkt og það komi fólki oft á óvart hve auðvelt hún eigi með að segja þessa sögu. Hún sé þó búin að segja hana margsinnis. „Þetta er eitthvað sem verður svona fjarlægt og maður getur tekið sig út úr myndinni og horft á hana. Þannig getur maður sagt frá henni. Eins og maður sé að lýsa einhverju hræðilegu sem gerðist.“ Guðrún segir veröld þeirra hjóna hafa hrunið en það hafi hjálpað þeim að takast á við þetta í sameiningu og yngri sonur þeirra hafi sömuleiðis hjálpað. Vinir, ættingjar og aðrir hjálpuðu einnig. „Það þarf fleira til. Það er ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta sjálfur,“ segir Guðrún. Meðal annars hefur Guðrún áður sagt sögu Orra í hlaðvarpinu Missir í byrjun ársins. Guðrún segir ýmsa hafa reynt að finna ástæður fyrir því að Orri lést. Það hafi komið upp spurningar um hvort hann hafi átt kærustu sem hætti með honum, hvort hann hafi ekki verið valinn í liðið eða hvort hann hafi ekki náð prófunum. Guðrún segir eðlilegt að spyrja slíkra spurninga en ekkert af því hafi átt við um Orra, málið sé ekki svo einfalt. Hún segir ýmis persónueinkenni geta gert það að verkum að fólk sé útsetnara fyrir því að fara þessa leið. Til dæmis hafi Orri alla tíð verið harður af sér, axlað ábyrgð þegar illa gekk í íþróttum og viljað leysa málin. Hann hafi verið sterkastur þegar á reyndi. En Guðrún segir það hryggja sig hvernig fólk leitist oft við að einfalda þessi mál. „Það sem mér þykir sárast í þessu er þegar fólk eins og ég og þú, venjulegt fólk, telur sér einhvern veginn trú um að þetta geti ekki komið fyrir í þeirra fjölskyldu. Að þetta sé komi fyrir hjá „svona fólki“ eða þeim sem hafi einhvern veginn farið út af sporinu, búinn að mála sig upp við einhvern vegg. Ég verð mjög sár yfir því,“ segir Guðrún. „Þess vegna vil ég halda sögu Orra á lofti. Af því að sagan hans er falleg. Þetta var ótrúlega flottur strákur sem veiktist og þetta getur komið fyrir hvern sem er, vil ég segja.“ Hún segir fólk þurfa þá að vita hvert hægt sé að leita. Allt sem sé í boði þurfi að vera upp á borðinu. Guðrún segir sjálfsvíg vera eitthvað sem gerist í kjölfar veikinda. Þetta sé sjúkdómur sem endi svona. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Guðrún bendir á að fólk viti oft ekki hvernig það á að umgangast þá sem lent hafa í harmleik sem þessum, en í hennar tilfelli hafi henni þótt mjög vænt um þegar fólk hafði samband, vottaði henni samúð sína og bauðst til að aðstoða með ýmsum hætti. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að fólk komist fullkomlega yfir áfall eins og þetta en mikilvægt sé að þiggja þá aðstoð sem er í boði til að geta haldið áfram með lífið. Eftir því sem tíminn leið frá andláti Orra segir Guðrún það einnig hafa hjálpað sér þegar hún fór að nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum í sömu sporum. Í dag starfar hún sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar og stýrir þar hópavinnu fyrir fólk sem misst hefur í sjálfsvígi. Hún segir kjarnann í vinnu Sorgarmiðstöðvar vera lokaða stuðningshópa og hóparstarf þar sem fólk getur fengið aðstoð frá fagfólki og fólki með reynslu. Guðrún segir mikilvægt að efla forvarnir og til þess megi gera margt. Mikilvægt sé að bæta menntakerfið þannig að börnum líðum vel í skóla, auka sjálfstraust þeirra og svo framvegis en um leið bendir hún á að oft geti verið erfitt að koma auga á hættumerki hjá þeim einstaklingum sem síðar geri tilraun til sjálfsvígs eða ná að svipta sig lífi. Hún segist telja að þjóðfélagið geti gert miklu betur í baráttunni gegn sjálfsvígum og bendir á að í kringum aldamót hafi verið farið í mikið átak gegn banaslysum í umferðinni sem voru mjög tíð á þeim tíma og að það átak hafi skilað þónokkrum árangri. Landsamtökin Geðhjálp, hafa nú í samstarfi við Píetasamtökin, hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni 39.is Þar sem skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir var fertug þegar 16 ára sonur hennar, Orri Ómarsson, féll fyrir eigin hendi í janúarmánuði árið 2010. Guðrún Jóna segir umræðuna um sjálfsvíg vera skammt á veg komna hér á landi og finnst vanta opinskáa umræðu um málefnið en sjálf hefur hún á undanförnum árum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir aðra sem misst hafa ástvini í sjálfsvíg. Guðrún ræddi sögu Orra í Íslandi í dag í kvöld. „Orri var bráðger og hann var fljótur til alls. Hann var fljótur að læra að ganga. Hann var fljótur að læra að tala og skýrmæltur. Honum gekk vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður í íþróttum, góður í íslensku og stærðfræði og hafði sérstaklega gaman að sögu. Þetta var svona drengur sem gat allt,“ segir Guðrún. „Fyrir utan það að vera myndarlegur og góður.“ Orri var vinamargur og haustið 2009 byrjaði hann í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt grunnskólavinum sínum úr Víðistaðaskóla og líkaði það vel. Á þeim tíma höfðu foreldrarnir ekki hugmynd um að honum liði illa. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru loft í október 2009. Þá hringir hann í okkur eftir að tekið lyf úr lyfjaskápnum heima og þetta kemur okkur mjög á óvart. Við vissum ekki betur en það væri allt í góðu lagi hjá honum.“ Guðrún segir lyfjunum hafa verið dælt úr honum en hann hafi tekið mikið af lyfjum og eftir tvo daga á sjúkrahúsi varði hann einni nótt á geðdeild. „Svo vildi hann bara komast heim. Sagðist bara þurfa að fara heim og lesa fyrir próf. Hann sagði að þetta hefði verið bráðræði.“ Eftir þetta tók Orri jólaprófin í MR með glæsibrag – náði öllu og miklu betur en það og allt virtist vera á réttri leið. Eftir prófin tók jólafríið við sem Guðrún segir hafa verið eins og hjá flestum unglingum en Orri sneri sólarhringnum svolítið við og svaf á óreglulegum tímum. Þau fundu þó að eitthvað væri að og þorðu ekki öðru en að vakta hann, faðir Orra, Ómar Ingi Bragason, fór til dæmis aldrei að sofa fyrr enn hann vissi að Orri væri sofnaður. Þetta var erfitt tímabil, sérstaklega þar sem Orri vildi ekki þiggja neina hjálp og ekki fara til sálfræðings. Það varð þó úr á endanum að hann fékk uppáskrifuð lyf sem hann samþykkti að taka. „Eftir það varð bjartara yfir honum og það var þannig í nokkrar vikur. Svo gerist þetta bara í lok janúar, um tveimur mánuðum eftir að við fyrst vissum að eitthvað væri að,“ segir Guðrún. Það var á ósköp venjulegum janúardegi að þau hjónin ákváðu að fara í afmæli og leyfðu sér í fyrsta skipti eftir atvikið um haustið að skilja Orra eftir heima með yngri bróður sínum. Orri virtist vera í góðum gír, þau fengu skyndibita fyrir strákana og fóru í afmælið þar sem þau ætluðu að staldra stutt við. Um mitt kvöld hringdi Orri í Guðrúnu og var hann æstur. Hann sagðist ósáttur við að Guðrún hafði læst lyfjaskápnum. „Ég sagði honum bara að ég væri að koma og hann skuli bara vera rólegur.“ Þegar hún kom heim var Orri búinn að fremja sjálfsvíg. „Ég kom að honum,“ segir Guðrún. Hún segist hafa áttað sig strax á að hún væri búin að missa Orra og hennar fyrstu viðbrögð hafi verið að hugsa um drenginn hennar sem eftir væri. Hún segir þetta engu líkt og það komi fólki oft á óvart hve auðvelt hún eigi með að segja þessa sögu. Hún sé þó búin að segja hana margsinnis. „Þetta er eitthvað sem verður svona fjarlægt og maður getur tekið sig út úr myndinni og horft á hana. Þannig getur maður sagt frá henni. Eins og maður sé að lýsa einhverju hræðilegu sem gerðist.“ Guðrún segir veröld þeirra hjóna hafa hrunið en það hafi hjálpað þeim að takast á við þetta í sameiningu og yngri sonur þeirra hafi sömuleiðis hjálpað. Vinir, ættingjar og aðrir hjálpuðu einnig. „Það þarf fleira til. Það er ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta sjálfur,“ segir Guðrún. Meðal annars hefur Guðrún áður sagt sögu Orra í hlaðvarpinu Missir í byrjun ársins. Guðrún segir ýmsa hafa reynt að finna ástæður fyrir því að Orri lést. Það hafi komið upp spurningar um hvort hann hafi átt kærustu sem hætti með honum, hvort hann hafi ekki verið valinn í liðið eða hvort hann hafi ekki náð prófunum. Guðrún segir eðlilegt að spyrja slíkra spurninga en ekkert af því hafi átt við um Orra, málið sé ekki svo einfalt. Hún segir ýmis persónueinkenni geta gert það að verkum að fólk sé útsetnara fyrir því að fara þessa leið. Til dæmis hafi Orri alla tíð verið harður af sér, axlað ábyrgð þegar illa gekk í íþróttum og viljað leysa málin. Hann hafi verið sterkastur þegar á reyndi. En Guðrún segir það hryggja sig hvernig fólk leitist oft við að einfalda þessi mál. „Það sem mér þykir sárast í þessu er þegar fólk eins og ég og þú, venjulegt fólk, telur sér einhvern veginn trú um að þetta geti ekki komið fyrir í þeirra fjölskyldu. Að þetta sé komi fyrir hjá „svona fólki“ eða þeim sem hafi einhvern veginn farið út af sporinu, búinn að mála sig upp við einhvern vegg. Ég verð mjög sár yfir því,“ segir Guðrún. „Þess vegna vil ég halda sögu Orra á lofti. Af því að sagan hans er falleg. Þetta var ótrúlega flottur strákur sem veiktist og þetta getur komið fyrir hvern sem er, vil ég segja.“ Hún segir fólk þurfa þá að vita hvert hægt sé að leita. Allt sem sé í boði þurfi að vera upp á borðinu. Guðrún segir sjálfsvíg vera eitthvað sem gerist í kjölfar veikinda. Þetta sé sjúkdómur sem endi svona. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Guðrún bendir á að fólk viti oft ekki hvernig það á að umgangast þá sem lent hafa í harmleik sem þessum, en í hennar tilfelli hafi henni þótt mjög vænt um þegar fólk hafði samband, vottaði henni samúð sína og bauðst til að aðstoða með ýmsum hætti. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að fólk komist fullkomlega yfir áfall eins og þetta en mikilvægt sé að þiggja þá aðstoð sem er í boði til að geta haldið áfram með lífið. Eftir því sem tíminn leið frá andláti Orra segir Guðrún það einnig hafa hjálpað sér þegar hún fór að nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum í sömu sporum. Í dag starfar hún sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar og stýrir þar hópavinnu fyrir fólk sem misst hefur í sjálfsvígi. Hún segir kjarnann í vinnu Sorgarmiðstöðvar vera lokaða stuðningshópa og hóparstarf þar sem fólk getur fengið aðstoð frá fagfólki og fólki með reynslu. Guðrún segir mikilvægt að efla forvarnir og til þess megi gera margt. Mikilvægt sé að bæta menntakerfið þannig að börnum líðum vel í skóla, auka sjálfstraust þeirra og svo framvegis en um leið bendir hún á að oft geti verið erfitt að koma auga á hættumerki hjá þeim einstaklingum sem síðar geri tilraun til sjálfsvígs eða ná að svipta sig lífi. Hún segist telja að þjóðfélagið geti gert miklu betur í baráttunni gegn sjálfsvígum og bendir á að í kringum aldamót hafi verið farið í mikið átak gegn banaslysum í umferðinni sem voru mjög tíð á þeim tíma og að það átak hafi skilað þónokkrum árangri. Landsamtökin Geðhjálp, hafa nú í samstarfi við Píetasamtökin, hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni 39.is Þar sem skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira