Enski boltinn

Carragher segir titilbaráttuna galopna

Ísak Hallmundarson skrifar
Jamie Carragher.
Jamie Carragher. getty/Peter Powell

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og einn af álitsgjöfum á Sky Sports Football, segir titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni galopna í kjölfar meiðsla Virgil van Dijk hjá Liverpool.

„Stóra spurningin er: Getur Liverpool unnið deildina án van Dijk? Í hverju meistaraliði eru þrír eða fjórir leikmenn sem liðið getur ekki verið án, sama hversu góður þjálfarinn er eða hversu stór hópurinn er, það getur enginn fyllt skarðið,“ segir Carragher.

„Ég held að toppbaráttan sé orðin galopin. Í upphafi tímabils fannst mér Liverpool líklegasta liðið til að vinna deildina en það setur stórt strik í reikninginn fyrir Liverpool að Virgil van Dijk lítur út fyrir að vera frá út tímabilið. Núna þarf Liverpool að fara á markaðinn í janúar, ekki eingöngu vegna meiðsla van Dijk, þeir voru veikir í þessari stöðu fyrir,“ sagði Carragher að lokum og ljóst að hann hefur áhyggjur af sínum mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×