Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2020 23:01 Júmbó-þotur Air Atlanta hafa meðal annars verið notaðar í pílagrímaflugi fyrir Saudia. Hér er TF-AAK í Surabaya í Indónesíu sumarið 2019 að taka pílagríma um borð á leið til hinnar heilögu borgar Mekka. Þessi sama vél var áður merkt Iron Maiden þegar hún ferjaði bresku rokkhljómsveitina um heiminn. Getty/Suyanto Putramudj. Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747: Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747:
Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25
British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08