Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:31 Jordan Pickford endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk með þessari tæklingu í leik Everton og Liverpool um helgina. Getty/John Powell Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg. Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira