Fékk aldrei sendinguna þrátt fyrir 78 tölvupósta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 10:48 Maðurinn fékk gjöfina ekki afhenta. Getty/Pramote Polyamate Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira