Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira