Réttað yfir síðasta leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ETA Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:08 Josu Urrutikoetxea leiddi hryðjuverkasamtakökin Euskadi Ta Askatasuna (ETA) á 9. áratugnum. Honum var sleppt úr varðhaldi vegna heilsuleysis í sumar fram að réttarhöldunum sem hefjast í dag. AP/Michel Euler Síðasti þekkti leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA kemur fyrir dómara í Frakklandi í dag þar sem hann er ákærður fyrir aðild að hryðjuverkum. Hann segist breyttur maður og biðst afsökunar á mannsdrápum, með fyrirvara. Josu Urrutikoetxea var leiðtogi ETA á einu blóðugasta skeiði samtakanna á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar. Hann var handtekinn árið 1989 en gerðist héraðsþingmaður í Baskalandi þegar honum var sleppt úr fangelsi ellefu árum síðar. Sem héraðsþingmaður átti hann þátt í viðræðum um að leggja ETA niður. Árið 2002 var Urrutikoetxea, sem einnig var þekktur undir dulnefninu „Kálfurinn“, ákærður fyrir aðild að sprengjutilræði við skála þar sem þjóðvarðliðar bjuggu í Zaragoza sem varð ellefu manns að bana, þar á meðal fimm börnum. Tugir manna særðust til viðbótar. Urrutikoetxea var á flótta í sautján ár þar til hann var loks tekinn höndum við sjúkrahús í Frönsku Ölpunum í maí í fyrra. „Ég leita ekki hefnda gegn Josu Ternera en þessi herramaður reyndi að drepa mig og ég vil að hann gjaldi fyrir það. Það er réttur minn sem spænskur borgari,“ segir Lucía Ruiz sem var tíu ára gömul þegar hún særðist í sprengjutilræði ETA á lögreglustöðinni í Zaragoza þar sem hún bjó með föður sínum. Kona og börn ganga fram hjá slagorði um sjálfstæði Baskalands í bænum Altsasu í Navarra-héraði. Slagorðið er ritað yfir Ikurriña, fána Baskalands sem kallast Euskadi á basknesku.AP/Álvaro Barrientos Biðst afsökunar á því sem ekki verður bætt Í viðtali við AP-fréttastofuna lýsir Urrutikoetxea saksókninni í Frakklandi sem „fáránlegri“ í ljósi þess að hann hafi átt þátt í að stöðva baráttu ETA sem kostaði hundruð mannslífa yfir áratugaskeið. „Þeir vilja að ég svari fyrir eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera,“ fullyrðir hann. Í seinni tíð hefur Urrutikoetxea, sem er 69 ára gamall og hefur glímt við krabbamein, spilað sig sem mann iðrunar og sátta. Hann biðst afsökunar á „óbætanlegum skaða“ sem ofbeldisverk ETA hafa valdið í baráttu samtakanna fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðaustanverðum Spáni og suðvestanverðu Frakklandi. Það gerir hann þó með fyrirvara. „Að sjálfsögðu biðst ég afsökunar á einhverjum sem við getum ekki bætt,“ svaraði Urrutikoetxea þegar blaðamenn AP spurðu hann hvort hann bæði fjölskyldur fórnarlamba ETA afsökunar. ETA lagði niður vopnin árið 2017. Urrutikoetxea las yfirlýsingu um að þau væru endanlega leyst upp 3. maí árið 2018. Lucía Ruiz lifði af sprengjuárás ETA á skála þjóðvarðliða í Zaragoza þegar hún var tíu ára gömul árið 1987. Ellefu manns féllu í árásinni.AP/Renata Brito Verður framseldur til Spánar Hópur fræðimanna og annarra aðskilnaðarsinna tóku upp málstað Urrutikoetxea í yfirlýsingu sem birtist á laugardag. Þeir segja saksóknina í Frakklandi „svívirðilega og óþolandi. Með henni séu allir samningamenn í friðarviðræðum gerðir að glæpamönnum. Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna voru Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, Noam Chomsky, málvísindamaður, og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar. Spænskir saksóknarar lýsa Urrutikoetxea aftur á móti sem blóðþyrstum málsvara ofbeldis. Það hafi aðeins verið tækifærismennska sem leiddi til þess að hann hafi tekið þátt í viðræðum um slit ETA. Þá hafi lögregla verið farin að velgja samtökunum verulega undir uggum og fjarað hafði undan stuðningi við samtökin á meðal baskneskra aðskilnaðarsinna. Telja saksóknararnir að Urrutikoetxea hafi sem leiðtogi ETA annað hvort lagt blessun sína yfir eða vitað af bílsprengjunni sem var sprengd við höfuðstöðvar þjóðvarðliðsins í Zaragoza. Þrír liðsmenn samtakanna voru sakfelldir og fangelsaðir vegna árásarinnar. Urrutikoetxea var þegar sakfelldur að sér fjarstöddum fyrir sakirnar í Frakklandi en hann óskaði eftir að málið yrði tekið upp aftur þegar hann var handtekinn í fyrra. Frönsk yfirvöld hafa fallist á að framselja hann til Spánar eftir að réttarhöldunum lýkur. Þar vilja yfirvöld sækja hann til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu, morð og aðild að hryðjuverkasamtökum. „Hann lætur núna eins og hann sé bjargvættur þjóðarinnar,“ segir Ruiz. Hún telur að erfitt verði að sanna fyrir dómi að Urrutikoetxea hafi skipulagt árásina í Zaragoza. „Því miður skilur svona fólk ekki eftir sig pappírsslóð en þessi herramaður er morðingi, með morð í hástöfum,“ segir hún. Uppfært 16:35 Réttarhöldunum yfir Urrutikoetxea var frestað til 22.-23. febrúar vegna þess að lykilvitni komust ekki til Parísar vegna kórónuveirufaraldursins. Former ETA chief Josu Urrutikoetxea was due in court this week to face two back-to-back trials on terrorism charges. A Paris court has postponed the first hearing to Feb. 22-23 after key defense witnesses couldn't travel because of the COVID-19 pandemic.https://t.co/D7GGkLntuB— AP Europe (@AP_Europe) October 19, 2020 Spánn Frakkland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Síðasti þekkti leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA kemur fyrir dómara í Frakklandi í dag þar sem hann er ákærður fyrir aðild að hryðjuverkum. Hann segist breyttur maður og biðst afsökunar á mannsdrápum, með fyrirvara. Josu Urrutikoetxea var leiðtogi ETA á einu blóðugasta skeiði samtakanna á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar. Hann var handtekinn árið 1989 en gerðist héraðsþingmaður í Baskalandi þegar honum var sleppt úr fangelsi ellefu árum síðar. Sem héraðsþingmaður átti hann þátt í viðræðum um að leggja ETA niður. Árið 2002 var Urrutikoetxea, sem einnig var þekktur undir dulnefninu „Kálfurinn“, ákærður fyrir aðild að sprengjutilræði við skála þar sem þjóðvarðliðar bjuggu í Zaragoza sem varð ellefu manns að bana, þar á meðal fimm börnum. Tugir manna særðust til viðbótar. Urrutikoetxea var á flótta í sautján ár þar til hann var loks tekinn höndum við sjúkrahús í Frönsku Ölpunum í maí í fyrra. „Ég leita ekki hefnda gegn Josu Ternera en þessi herramaður reyndi að drepa mig og ég vil að hann gjaldi fyrir það. Það er réttur minn sem spænskur borgari,“ segir Lucía Ruiz sem var tíu ára gömul þegar hún særðist í sprengjutilræði ETA á lögreglustöðinni í Zaragoza þar sem hún bjó með föður sínum. Kona og börn ganga fram hjá slagorði um sjálfstæði Baskalands í bænum Altsasu í Navarra-héraði. Slagorðið er ritað yfir Ikurriña, fána Baskalands sem kallast Euskadi á basknesku.AP/Álvaro Barrientos Biðst afsökunar á því sem ekki verður bætt Í viðtali við AP-fréttastofuna lýsir Urrutikoetxea saksókninni í Frakklandi sem „fáránlegri“ í ljósi þess að hann hafi átt þátt í að stöðva baráttu ETA sem kostaði hundruð mannslífa yfir áratugaskeið. „Þeir vilja að ég svari fyrir eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera,“ fullyrðir hann. Í seinni tíð hefur Urrutikoetxea, sem er 69 ára gamall og hefur glímt við krabbamein, spilað sig sem mann iðrunar og sátta. Hann biðst afsökunar á „óbætanlegum skaða“ sem ofbeldisverk ETA hafa valdið í baráttu samtakanna fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðaustanverðum Spáni og suðvestanverðu Frakklandi. Það gerir hann þó með fyrirvara. „Að sjálfsögðu biðst ég afsökunar á einhverjum sem við getum ekki bætt,“ svaraði Urrutikoetxea þegar blaðamenn AP spurðu hann hvort hann bæði fjölskyldur fórnarlamba ETA afsökunar. ETA lagði niður vopnin árið 2017. Urrutikoetxea las yfirlýsingu um að þau væru endanlega leyst upp 3. maí árið 2018. Lucía Ruiz lifði af sprengjuárás ETA á skála þjóðvarðliða í Zaragoza þegar hún var tíu ára gömul árið 1987. Ellefu manns féllu í árásinni.AP/Renata Brito Verður framseldur til Spánar Hópur fræðimanna og annarra aðskilnaðarsinna tóku upp málstað Urrutikoetxea í yfirlýsingu sem birtist á laugardag. Þeir segja saksóknina í Frakklandi „svívirðilega og óþolandi. Með henni séu allir samningamenn í friðarviðræðum gerðir að glæpamönnum. Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna voru Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, Noam Chomsky, málvísindamaður, og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar. Spænskir saksóknarar lýsa Urrutikoetxea aftur á móti sem blóðþyrstum málsvara ofbeldis. Það hafi aðeins verið tækifærismennska sem leiddi til þess að hann hafi tekið þátt í viðræðum um slit ETA. Þá hafi lögregla verið farin að velgja samtökunum verulega undir uggum og fjarað hafði undan stuðningi við samtökin á meðal baskneskra aðskilnaðarsinna. Telja saksóknararnir að Urrutikoetxea hafi sem leiðtogi ETA annað hvort lagt blessun sína yfir eða vitað af bílsprengjunni sem var sprengd við höfuðstöðvar þjóðvarðliðsins í Zaragoza. Þrír liðsmenn samtakanna voru sakfelldir og fangelsaðir vegna árásarinnar. Urrutikoetxea var þegar sakfelldur að sér fjarstöddum fyrir sakirnar í Frakklandi en hann óskaði eftir að málið yrði tekið upp aftur þegar hann var handtekinn í fyrra. Frönsk yfirvöld hafa fallist á að framselja hann til Spánar eftir að réttarhöldunum lýkur. Þar vilja yfirvöld sækja hann til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu, morð og aðild að hryðjuverkasamtökum. „Hann lætur núna eins og hann sé bjargvættur þjóðarinnar,“ segir Ruiz. Hún telur að erfitt verði að sanna fyrir dómi að Urrutikoetxea hafi skipulagt árásina í Zaragoza. „Því miður skilur svona fólk ekki eftir sig pappírsslóð en þessi herramaður er morðingi, með morð í hástöfum,“ segir hún. Uppfært 16:35 Réttarhöldunum yfir Urrutikoetxea var frestað til 22.-23. febrúar vegna þess að lykilvitni komust ekki til Parísar vegna kórónuveirufaraldursins. Former ETA chief Josu Urrutikoetxea was due in court this week to face two back-to-back trials on terrorism charges. A Paris court has postponed the first hearing to Feb. 22-23 after key defense witnesses couldn't travel because of the COVID-19 pandemic.https://t.co/D7GGkLntuB— AP Europe (@AP_Europe) October 19, 2020
Spánn Frakkland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent